Garðurinn sem er á milli Mjóstrætis og Garðastrætis (fyrir aftan bílastæði milli Mjóstrætis 6 og 10) var í fóstri hjá Rvk borg síðasta sumar og það var vægast sagt frábært að sjá hvað var mikið gott gert fyrir hann. Eitt vantar til að fullkomna verkið og það er lýsingu í garðinn sjálfan sem er algjörlega ólýstur og því er þar svarta myrkur á veturna. Falleg lýsing myndi þýða að fólk myndi njóta garðsins líka á veturna
Það er synd að leyfa borgarbúum og gestum borgarinnar ekki að njóta þess fallega sem Rvk borg hefur gert fyrir þennan garð. Á veturna er svarta myrkur í garðinum og því er hans bara að njóta á sumrin. Breytum því
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation