Fyrir 15-20 árum var afar vinsæl aparóla (hlaupaköttur/svifbraut) á skólalóðinni. Hún var fjarlægð. 2011 var gert ráð fyrir aparólu á neðri lóðinni. Það er búið að staðsetja hana, teikna hana inn á yfirlitsteikningu, því mætti segja að hönnun væri lokið.
Sumt á ekki að þurfa að kjósa um. Það er gert ráð fyrir þessari rólu á skólalóðinni skv. hönnun sem þegar hefur farið fram. Fjármagn vegna hennar á að koma úr öðrum vasa en þeim sem er settur undir hatt Betri hverfa. Og hún á að sjálfsögðu að vera komin, eins og búið var að lofa.
Þetta er í þriðja sinn sem þessi hugmynd er sett inn svo hvernig væri að gera þetta fyrir blessuð börnin í þetta sinn?
Sammála fyrri mælendum. - Allir elska aparólur! Myndi gera mikið fyrir alla krakkana í hverfinu
Skólalóðin er öllum íbúum og gestum hverfisins opin til frjálsra afnota og gleði utan skólatíma og á sumrin. Þarna er að verða til fyrir frábært dvalar- og leiksvæði fyrir fjölskyldur á skólavörðuholtinu. Svæðið mætti styrkja enn betur með því að koma upp aparólu sem höfðar til barna á öllum aldri, eflir áræðni og þor okkar allra. Vona að hugmyndin fái brautargengi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation