Að farið verði í átak gegn veggjakroti í hverfinu með hnitmiðuðum aðgerðum sem miða að því að útrýma veggjakroti í samvinnu við húseigendur og ábyrgðaraðila fasteigna. Gerður er greinamunur á graffiti og list sem verði áfram leyfð á ákveðnum svæðum og síðan gaffi og tagging eða kroti sem skemmir útlit og ásýnd hverfisins og ýtir undir sóðaskap og niðurrif. Stefnt verði að því að fjarlægja allt krot á innan við 48 klst frá því það er krotað. Nánari útfærsla í samvinnu við hverfisráð og borg.
Í stað þess að tagga eins og hundar sem merkja staði, bjóða töggurum að skreyta ákveðin svæði og merkja sig þar. Hreinsa allt annað í burtu og sekta ef í þá næst.
Veggjakrot og tag skemmir fyrir öllum, hverfiðverður niðurnýtt og subbulegt og minnkar það virðingu fólks fyrir umhverfinu. Mikið hefur verið lagt í að laga götur og umhverfi miðbæjarins og er þetta næsta skref í að hreinsa borgina og gera snyrtilega og aðlaðandi. Ágætis umfjöllun má td finna hér: http://www.graffitihurts.org
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation