Leiksvæði fyrir börn tildæmis í Hljómskálagarði væri mun öruggara ef girt væri utan um með opnanlegu hliði að fyrirmynd erlendra borga. Einfalt að setja upp lága girðingu sem væri með ólæstu hliði sem héldi börnum inn á leiksvæðinu. Bekkjum væri komið fyrir meðfram girðingu fyrir foreldra og forsjáraðila barnanna.
Munar miklu að geta tyllt sér á bekk og fylgst með barninu sínu leika sér án þess að hafa áhyggjur af því að það sleppi útaf svæðinu. Stutt í umferðarþungar götur.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation