Ég geri að tillögu minni að almenningsrýmið á mótum Túngötu og Garðarsstrætis verði endurhannað, listaverkið sem þar er allt of stórt miðað við rými verði fundinn annar staður, gróður verði lagfærður og búið til notalegt og skjólríkt útivistarsvæði fyrir íbúa hverfisins, jafnvel þannig að þar megi halda litla útimarkaði, hverfisveislu, tónleika eða annað.
Á mótum Garðarsstrætis og Túngötu var lengi lítill róluvöllur.Fyrir um það bil áratug voru leikföngin fjarlægð og sett þarna upp minnismerki sem gefið hafði verið þjóðinni af vinaþjóð við Eystrasalt. Þetta er stór steinskúlptur á upphækkaðri jörð og hlaðið í kringum hann hleðslugrjóti. Tveir bekkir eru þarna og umhverfis heldur óræktarlegur trjágróður.Erfitt er að njóta listaverksins vegna þrengsla, svo og útivistar/sólar og almennt að hreyfa sig í þessu þrönga almenningsrými.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation