Leikvöllurinn á Ósi er orðinn ansi lúinn og þarfnast gagngerra endurbóta. Það er algjört forgangsmál að koma þessum nærri 20 ára leikvelli í betra stand. Til tæmis þarf að bæta við leiktækjum og laga gróður og undirlag lóðarinnar. Hægt væri að setja upp klifurgrind eða kastala, þrautabraut eða rennibraut, gera bara eitthvað skemmtilegt og þroskandi fyrir börnin sem myndu svo sannarlega njóta þess að búa að almennilegum leikvelli.
Nátturulega væri æðislegt að fá góðan leikvöll i miðbænum á þessa stað! það sárvantar leikvallar i miðbænum þar sem minni krakkar geta leikið þegar leikskólin er lokað, um helgina. Það væri skemmtilegt að sjá svipað rennibraut og var sett i hljómskalagarð, með 2mun rennum i einu! :) Svo væri audlevd að bua til vetrarskemmtun með þvi að bua til pinulitin fjall fyrir litla fjallaleidsögumenn ;)
Leikskólinn er í mikilli þörf fyrir endurbætta lóð og leiktæki til að geta búið enn betur bæði að börnum og starfsfólki.
Leiksvæðið er mjög mikið nýtt og gott fyrir barnafólk í miðbænum að geta farið inn á leiksvæði sem hægt er að loka með hliði. Svæðið er mikið nýtt, alla virka daga af börnum á þessum góða leikskóla og um helgar af íbúum miðbæjarins.
Í stað þess að byggja nýja leikvelli á þessu dýrmæta svæði sem miðborgin okkar er þá er tilvalið að gera þá leikvelli sem fyrir eru enn betri. Þrátt fyrir að þessi leikvöllur nýtist leikskólabörnunum á Ósi á hverjum degi þá nýtist hann ekki síður utan leikskólatíma þeim börnum sem búa í hverfinu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation