Ég sé fyrir mér hringtorgið, þegar búið verður að setja þar niður myndarlega stóra steina, og minni.Planta síðan fallegum runnum,í skjólinu sem grjótið myndar f. NA- áttinni. Sumarblóm væru líka mjög falleg þarna, með runnunum. Grjótið væri annað hvort bara NA-megin í hringnum, eða dreyfðara , með gróðri á milli. Falleg hringtorg/fyrirmyndir, eru í Mosfellsbæ og t.d. í Árbænum og Grafarvogi. Þetta verður augnayndi, ef vel er gert.
Fegrun umhverfis okkar og uppbygging er okkur sérstaklega mikilvæg.Það sem gleður augað , gleður þar með hjartað. Að fegra umhverfi sitt er styrkjandi, og gefur þæginda tilfinningu. Vindur og skjólleysi hafa hamlað vexti sumarblómanna sem hafa hýrt í þessu eina blómakeri. Oft hafa þau fokið upp , og liggja rótarslitin á víðavangi.Með framkvæm fæst meira skjól út frá þessu eina hringtorgi í hverfinu. Fallegt umhverfi er gott veganesti inn í líf barna okkar .Fegrum umhvefi okkar til framtíðar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation