Það er orðið brýnt að endurhanna og lagfæra skólalóð Ártúnsskóla. Því leggjum við til að fjármagni verði veitt til að hefja framkvæmdir á skólalóðinni og að lóðin verði færð í það horf að skipulag hennar samræmist framsæknu skólastarfi Ártúnsskóla.
Árið 2004 var byggt við grunnskólann og því fylgdi mikið rask á lóðinni. Í tíu ár hefur lítið sem ekkert verið framkvæmt á lóðinni. Árið 2012 sameinuðust leikskólinn Kvarnaborg og grunnskólinn Ártúnsskóli í einn skóla. Nú er svo komið að skólinn er með tvær aðskildar lóðir sem báðar eru komnar til ára sinna. Leiktæki úr sér gengin, grassvæði eru eitt moldarflag og skipulag lóðar samræmist ekki framsæknu skólastarfi Ártúnsskóla.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation