Setja upp leiktæki á leiksvæðum í Hamrahverfi í stað þeirra sem rifin voru niður

Setja upp leiktæki á leiksvæðum í Hamrahverfi í stað þeirra sem rifin voru niður

Árið 2011 voru flest öll leiktæki á opnum leiksvæðum í Hamrahverfi rifin niður. Engin leiktæki hafa verið sett upp í staðinn fyrir þau fyrir utan einn kastala. Leiksvæðin eru því lítið sótt sökum skorts á leiktækjum og vanhirðu. Koma þarf svæðunum í fyrra horf með uppsetningu nýrra tækja, enda ólíðandi að þjónusta við yngstu íbúa Hamrahverfis og tækifæri þeirra til útiveru sé skert með þessum hætti án nokkurs samráðs við íbúa á sama tíma og offita og hreyfingarleysi barna fer vaxandi.

Points

Viðhald leiksvæða og endurnýjun leiktækja telst til grunnþjónustu við íbúa og því eðlilegt að þessum leiksvæðum verði komið í fyrra horf með uppsetningu sambærilegra leiktækja og fyrir voru. Einnig er óeðlilegt að borgin geti einhliða tekið ákvörðun um að rífa niður nær öll leiktæki á skipulögðum leiksvæðum í hverfinu án þess að nokkuð komi í staðinn og aðhafist svo ekkert frekar í málinu nema tillaga um enduruppsetningu leiktækjanna sé samþykkt og kosið sé um málið í íbúakosningu sem þessari.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information