Gangbraut á Meistaravelli

Gangbraut á Meistaravelli

Nauðsynlegt að setja upp gangbraut á Meistaravelli en engin gangbraut er yfir götuna. Mikil umferð gangandi vegfarenda á götunni þar sem er 30 km hámarkshraði, en fæstir virða hraðatakmörk á langri og aflíðandi götu. Því er mikilvægt að fá merkta gangbraut við þessar aðstæður.

Points

Yfir Meistaravelli er mikil umferð gangandi fólks, aðallega barna og eldra fólks sem er að sækja þjónustu í KR eða austar í vesturbænum, t.d. Vesturbæjarlaug og Melabúð. Eftir breytingar á Hofsvallagötu virðist umferð hafa aukist á Meistaravöllum en öryggi gangandi vegfarenda, sérstaklega barna hefur setið eftir. Börn eru sífellt að skjótast og sæta lagi á milli bifreiða. Engin merkt gangbraut er á götunni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information