Koma upp lítilli hringlaga verslunarmiðstöð á Hagatorgi (hringtorginu) með allri nauðsynlegri þjónustu eins og matvörubúð og fleira. Engin bílastæði myndu vera við verslunarmiðstöðina heldur aðeins hjólastæði og bílastæði fyrir hreyfihamlaða, enda verslunarmiðstöðin fyrst og fremst ætluð vesturbæingum og því í göngu og hjólafæri. Birkimelur, Fornhagi, Dunhagi og Neshagi yrðu botnlangar og aðkoma að bílastæðum hreyfihamlaða við verslunarmiðstöðina myndu vera frá Hótel Sögu (Suðurgötu).
Þannig væri mun betri nýting á þessu hringtorgi heldur en er núna. Umferð um hliðargötur (Birkimel, Fornhaga, Dunhaga og Neshaga) myndi minnka til muna og verslun og þjónusta komin aftur í göngu og hjólafjarlægð með minni bílaumferð.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation