Taka burtu veg og rör í læknum og setja göngubrú í staðinn, sambærilega við þá sem er yfir lækinn hjá Bergvík.
Við lagningu skólplagnar neðan hverfis, sem liggur að dælustöð, var gerður bráðabirgðar vegur sem fjarlægja átti að verki loknu. Rör voru sett í lækinn og vegur yfir. Vegurinn hefur ekki verið fjarlægður og hefur verið nýttur af ýmsum sem akvegur. Það er ekki ásættanlegt. Áform voru uppi um að leggja göngustíg neðan hverfisins og átti hann að liggja mun neðar en vegurinn og því ekki hægt að segja að vegurinn komi í hans stað.
Það hefur sýnt sig þegar miklir vatnavextir verða að rörin í læknum duga ekki. Eins hefur verið bent á að slysahætta felist í þeim. Ef mikill straumur er í læknum myndast mikið sog við rörin og þarf ekki að spyrja að ef barn (og jafnvel fullorðinn) myndi falla í lækinn við þær aðstæður. Talað var um að setja grindur fyrir rörin en það hefur ekki verið gert. Þarf slys til að eitthvað verði gert?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation