Þarf ekki að vera dýrt, getur t.d. verið fiskikar með kaldri slöngu. Það væri frábært að setja það undir gömlu stúkuna þannig að það sé stutt í heitanpott.
Það er oft mælt með því að kæla íþróttameiðsli og önnur eimsli. Ísbað dregur einni úr vöðvabólgu og eykur endurheimt eftir æfingar. Mér finnst að almenningur eigi að hafa greiðan aðgang að ísbaði og það er kjörinn staður að hafa ísbað í sundlaug.
Frábær hugmynd. Í raun ætti þetta að vera í öllum sundlaugum borgarinnar. Það eru nægilega margir heitir pottar í Laugardalslauginni. Væri flott að fá einn kaldan norðan megin í lauginni rétt við eimbaðið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation