Lagfæra og endurhanna steyptar tröppur á vinsælli gönguleið frá sundlaug/leikskóla og gera leiðina barnavagna- og hjólahæfa.
Fjölfarin gönguleið m.a. frá sundlaug og leikskóla. Tröppurnar eru hættuleg slysagildra eins og þær eru í dag. Við hlið trappanna hefur troðist niður göngu- og hjólaeið á horninu á grasflöt Kaplaskjólsvegar 27-31, því að hjólandi og fólk með barnavagna getur illa notað tröppurnar. Þetta er því orðið niðurnýtt og illa farið svæði sem ætti að endurhanna og lagfæra með tilliti til umferðar fótgangandi og hjólandi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation