Frisbígolfvöll í skóginn á milli efra og neðra Breiðholts (ofan Arnarbakka)

Frisbígolfvöll í skóginn á milli efra og neðra Breiðholts (ofan Arnarbakka)

Frisbígolf er skemmtileg afþreying sem allir aldurshópar geta stundað. Það er ódýrt fyrir borgina að setja upp völl og ekkert kostar að spila á þeim en eini búnaðurinn sem spilari þarf er einn frisbídiskur. Frisbígolf er hægt að spila allt árið og færir líf í garða og útivistarsvæði sem annars eru lítið notuð. Einnig fer þetta vel með annari starfsemi sem er á svæðinu.

Points

Frisbígolf íþróttin er í stórsókn á Íslandi og iðkendum fjölgar með hverju árinu. Tilkostnaður er lítill miðað við fjölda iðkenda og fjölgun valla er íþróttinni nauðsynleg. Svæðið sem um ræðir er einstaklega vel til þess fallið að gera úr því krefjandi og spennandi völl.

Þeir vellir sem settir hafa verið upp í Reykjavík hafa slegið í gegn og mikil eftirspurn er eftir völlum í öll hverfi borgarinnar. Holl hreyfing og útivera fylgir þessu sporti og hægt er að spila frisbígolf í öllum veðrum, allan ársins hring. Það er líka mikill kostur hversu ódýrt þetta er, bæði fyrir spilarann en einnig Reykjavíkurborg. Svæðið sem um ræðir hentar mjög vel fyrir frisbígolf og myndi færa aukið líf í skóginn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information