Á reit við Háaleitisbraut milli Hvassaleitis og Austurvers eru ótalmörg tækifæri. Þar er stytta í hörmulegu ástandi, jafnvel hættuleg þeim sem eru nálægt henni og þarfnast lagfæringar. Hún er töluvert notuð sem leiktæki af börnum á svæðinu, þau eru í leikjum í kringum hana og klifra upp á hana. Búum til ævintýrasvæði þarna, komum fyrir hjólabrettabrekkum, landnámsleiktækjum, í stíl við styttuna, trjábolir í jörðu o.fl. í þeim dúr.
Það er mikilvægt að laga styttuna á svæðinu og ef þarna væri einhvers konar landnámsleiksvæði væri jafnvel líka hægt að nýta svæðið í kennslu utandyra af skólunum í kring. Hjólabrettabrekkan væri kærkomin þar sem ekki slíkt er í hverfinu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation