Það er mikil þörf á blikkandi skilti þar sem hámarkshraði kemur fram við Grandaskóla.
Umferð við Grandaskóla / Frostaskjól er hröð þrátt fyrir hraðahindranir og það er ekki nóg að setja upp skilti eins og gert var fyrir nokkrum árum sem sýnir börn á leið í skóla. Við Frostaskjól er skóli, frístundamiðstöð og íþróttastarf og fjöldi barna fara þar um á hverjum degi. Ég bý við götuna á milli hraðahindrana í Frostaskjóli og það er mikið um hraðakstur þarna. Einnig er gatan illa upplýst. Samskonar skilti er við Melaskóla og þar er einnig gangbrautarvörður sem er ekki við Grandaskóla
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation