Hundatún

Hundatún

Hundaeigendum í miðbæ og vesturbæ Reykjavíkur vantar svæði þar sem þeir geta sleppt hundum sínum lausum. Mikið af túnum bæjarins eru illa nýtt, sem við hundaeigendur viljum glöð fá að nýta að hluta. Það sem við þurfum er rúmgott og girt svæði þar sem hundarnir geta hlaupið lausir, ruslatunna og í allra besta falli lýsing í skammdeginu og bekkur sem fólk getur tyllt sér á. Túnið við Vesturbæjarlaug er frábært og tilvalið fyrir hunda og eigendur þeirra.

Points

Með því að búa betur um hunda og eigendur þeirra með afgirtu túni geta hundaeigendur leyft hundum sínum að hlaupa um að vild án þess að skapa ónæði fyrir aðra vegfarendur sem vilja síður vera innan um lausa hunda. Hundahald hefur aukist mikið í Reykjavík og er sár þörf fyrir rúmgott svæði.

ATH að aðeins er átt við hluta af túninu þ.e. bakvið laugina. Hundahald er leyft í Reykjavík og okkur ber að hlúa vel að dýrunum okkar. Hluti af því er að geta leyft þeim að hlaupa lausir og hitta aðra hunda. Eins og staðan er í dag verður að ferðast langar leiðir í aðra bæjarhluta til að geta gert þetta. Mikið er hvatt til bíllaus líffstíls og það skýtur skökku við keyra langar leiðir með hundinn til að hreyfa hann. Mjög gott fyrir hunda-hrædda að lausir hundar séu innan girðingar!

Að eiga hund er okkar val og okkar ábyrgð - rétt. En það svæði sem talað er um er ekki notað undir neitt annað mikilvægara. Börnin elska að koma og leika við hundana og þeir elska að leika við börnin. Það er ekki nóg að borga dýrt gjald fyrir hundinn sinn og fá svo ekki að leyfa honum að lifa og njóta innan borgarmarka. Mörg eigum við ekki bíl til að keyra langar vegalengdir og því væri það fullkomið fyrir eiganda og hund að geta leikið lausum hala á Vesturbæjartúni! :)

Það er löngu orðið tímabært í samfélagi sem vill stuðla að jafnrétti og ábyrgu dýrahaldi að eigendur hunda hafi val á að stunda útivist saman þar sem eigendur og dýr þeirra njóta samverustunda á heilbrigðan hátt. Aðstaðan sem hundaeigendum er boðið upp á í dag er óásættanleg þar sem eitt svæði eins og Geirsnef getur engan veginn borið alla þá hunda sem þangað þurfa að sækja !! Hundar eru ekki hættuleg dýr !

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information