Afgirt hundagerði í grafarvogi.

Afgirt hundagerði í grafarvogi.

Það kæmi sér mjög vel að hafa hundagerði í grafarvogi sem líkist t.d. hundagerðunum í breiðholti og laugardalnum.

Points

Grafarvogur er stórt hverfi og mikið af hundum þar, geldingarnes er auðvitað frábært en það er mikið öryggi fyrir hundaeiganda að geta sleppt hundi sínum lausum í afgirtu gerði. Sem smáhundaeigandi þá finnst mér allavega öruggara að sleppa mínum hundum lausum í afgirtu gerði en við þurfum að keyra í mosfellsbæ eða uppí breiðholt eða laugardal til að komast í slíkt gerði, það væri frábært að fá svona aðstöðu í grafarvoginn.

Fyrir neðan Rimaskóla er stórt grasivaxið svæði sem er girt að á þrjá vegu. Þetta svæði er sjaldan notað af nemendum skólans reyndar ekki neinum nema hundaeigendum. Hugmynd mín er að girða af þessa ca. 70 metra sem uppá vantar. Og er þá komið hið ákjósanlegasta útisvæði fyrir hunda að hlaupa um með eigendum sínum. Yrði svæðið síðan merkt sem slíkt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information