Á undanförnum árum hefur myndast slóði á ská yfir túnið á milli austur- og vesturhorna túnsins, þ.e. frá horni Flókagötu og Lönguhlíðar að horni Miklubrautar og Rauðarárstígs. Það er orðið tímabært að gera hann að varanlegum stíg, helst malbikuðum.
Þegar Klambratún var hannað á sínum tíma virðist ekki hafa verið gert ráð fyrir að fólk færi þessa leið yfir túnið. Því voru göngustígar þannig lagðir að þeir sem fara þessa leið þurfa að ganga eða hjóla þvers og kruss ef þeir ætla að fylgja stígunum. Nú hefur myndast slóði í grasið á þessum stað og eðlilegt að leggja göngustíg þar sem fólk vill ganga eða hjóla. Æskilegt er að malbika þennan stíg og alla aðra stíga á túninu þar sem þeir breytast í drullusvað á hverju vori.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation