Göngustígur milli Suðurgötu og Eggerstgötu/Litla-Skerjó

Göngustígur milli Suðurgötu og Eggerstgötu/Litla-Skerjó

Leggja göngustíg yfir holtið sem liggur milli gönguljósanna við Suðurgötu (sunnan Starhaga), bak við Suðurgötu 121 og að göngustígnum milli Eggertsgötu og Skerplugötu. Kæmi t.d. niður á göngustíginn við Eggertsgötu 8 rétt við leikskólann Sólgarð en þar er núna gamall rauðmalarslóði.

Points

Í dag er holtið fjölfarin gönguleið á daginn en er allt að því ófær og/eða hættuleg í myrkri. Göngustígurinn myndi tengja saman þá göngu- og hjólastíga sem fyrir eru við stúdentagarðana/háskólasvæðið og í Litla-Skerjafirði við við göngustíga- og hjólakerfið við Suðurgötu og Ægissíðu. Göngustígurinn myndi auka umferðaröryggi því þessi leið myndi beina gangandi og hjólandi vegfarendum sem í dag koma eftir ýmsum krókaleiðum og að ýmsum stöðum á Suðurgötu beint á gönguljósin við Suðurgötu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information