Leggja göngustíg yfir holtið sem liggur milli gönguljósanna við Suðurgötu (sunnan Starhaga), bak við Suðurgötu 121 og að göngustígnum milli Eggertsgötu og Skerplugötu. Kæmi t.d. niður á göngustíginn við Eggertsgötu 8 rétt við leikskólann Sólgarð en þar er núna gamall rauðmalarslóði.
Í dag er holtið fjölfarin gönguleið á daginn en er allt að því ófær og/eða hættuleg í myrkri. Göngustígurinn myndi tengja saman þá göngu- og hjólastíga sem fyrir eru við stúdentagarðana/háskólasvæðið og í Litla-Skerjafirði við við göngustíga- og hjólakerfið við Suðurgötu og Ægissíðu. Göngustígurinn myndi auka umferðaröryggi því þessi leið myndi beina gangandi og hjólandi vegfarendum sem í dag koma eftir ýmsum krókaleiðum og að ýmsum stöðum á Suðurgötu beint á gönguljósin við Suðurgötu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation