Endurbætur á skólalóð Húsaskóla

Endurbætur á skólalóð Húsaskóla

Endurbætur á skólalóð Húsaskóla fela m.a. í sér að þörf er á yfirferð og endurnýjun leiktækja þannig að þau uppfylli viðmið um öryggi (t.d. vegasaltið). Setja þarf upp battavöllur og körfuboltavöll á skólalóðinni. Skipta þarf út mölinni á leikvellinum fyrir tilheyrandi gúmmílag. Lagfæra kastala þannig að hann sé ekki slysagildra. Yfirfara rennibraut og svæðið í kring. Vöntun á hjólagrindum. Uppfæra þarf boltavelli á skólalóðinni með nýjum netum og málningu og fleiri körfuboltakörfum. O.s.frv...

Points

Skólalóð Húsaskóla er hrein hörmun og til skammar fyrir skólana í borginni.

Skólalóðin er komin til ára sinna og brýn þörf er á að endurbæta hana m.t.t. þess að skólinn hefur tekið breytingum og þannig að hún uppfylli viðmið um öryggi. Þörfin fyrir endurbætur eru annars vegar vegna hættu sem skapast á lóðinni í mismunandi aðstæðum yfir skólaárið og hins vegar til að stuðla að heilbrigði og velferð nemenda. Skólalóðin er ekki aðeins til afþreyingar í frímínútum heldur fer það fram heilsuefling og fræðsla. Þá má líta á lóðina sem útirvistarsvæði fyrir íbúa hverfisins.

Sonur minn byrjaði í 1 bekk núna í haust og hann er þegar búinn að meiða sig tvisvar í rennibrautinni sem er á leiksvæðinu. Held að það sé kominn tími til að endurskoða leiksvæðið þarna, sérstaklega með tillit til yngstu barnanna.

Hvað sér maður er maður gengur um skólalóðina við Húsaskóla, Fyrst ber að nefna skotboltavöll (svo sem ágætur á vorin og haustin ), þá er að nefna einhverja ruggubekki sem eru börn sín tíma, útmáða parísa málaða á malbikið, leiktækin eru enn í ágætis lagi en umhverfið við þau eru í bágborni ástandi (fúnir drumbar og hættulegar tröppur við rennibraut), næst er að nefna tvær handónýtar körfuboltasúlu í leiðilegu horni á lóðinni, síðast en ekki síst er stórt "malbikað svæði" þar sem eru tveir fótbo

Það þarf alvarlega að fara að laga þessa skólalóð! Ég var í þessum skóla fyrir 20 árum síðan og það hefur voðalega lítið sem ekkert breyst þar!!!! Mölin sem að er hjá leiktækjunum - rólunum - rennibreitini - vegasaltinu og stóru rennibreutini er ógeðsleg og ég tala nú ekki um þegar að er blautt þá eru föt og skór barnana hrikaleg! Stiginn hjá stóru rennibreutini þarf að skipta út hann er löngu ónýtur! Drumbalínan í miðri mölini er ónýt og börn meiða sig á þvi þetta er allt brotið! LagastraxTAKK

Lóðin er komin til ára sinna og er bæði hættuleg (sérstaklega umhverfis rennibrautina) og úr sér gengin (drullupyttur við minnstu bleytu). Fyrir utan það tel ég út í hött að eina ferðina enn sé verið að KJÓSA um endurbætur á skólalóð. Þetta ætti að vera forgangsatriði fram yfir ruslafötur og vatnshana, því um er að ræða öryggi barna sem nýta lóðina 5 daga vikunnar (lögbundið) a.m.k. 10 mánuði á ári hverju.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information