Hugmyndin kemur frá nemendum í 9.bekk Háaleitisskóla í tengslum við verkefnavinnu í lífsleikni - Hugsum áður en við hendum! Þau kalla eftir hönnun á ruslafötum / döllum sem hægt er að setja upp í hverfinu. Að þeirra mati vantar tilfinnanlega ruslatunnur sem þola álag. Setja á fót samkeppni hönnunarsamkeppni - hægt að nýta á fl. stöðum í borginni.
Eftir vinnu og umræður þar sem krakkarnir voru m.a. að vinna í hópum með hugtakið "rusl" og velta fyrir sér umgengni í borginni og hverfinu kom þessi hugmynd frá flest öllum hópum. Krakkar vilja hafa umhverfið fallegt, sjá að það hefur bætandi áhrif á líðan en vita einnig að þau eru oft með dósir og umbúðir í höndunum á gangi á milli t.d. skóla, heimilis, félagsmiðstöðvar eða íþróttahúss. Þá þarf að vera hægt að losa sig við umbúðirnar á góðan stað - ekki á götuna eða inn í næst garð.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation