Hundagerði í Fossvogsdal

Hundagerði í Fossvogsdal

Setja upp gerði sem sleppa má hundum lausum í líkt og við BSÍ, í Laugardal og Breiðholti. Nýta má gamla malarsvæðið í dalnum við stíginn milli Kópavogs og Rvk. neðan við Hörgsland. Setja þarf heppilega möl yfir, girða af svæðið og tyrfa að að utanverðu, setja upp hlið og bekk. Lýsing við göngustíg er líklega nægileg fyrir svæðið en það yrði hins vegar meira nýtt að vetri ef þar er einnig sér lýsing.

Points

Stígarnir í Fossvogi eru vinsæl gönguleið hundaeigenda. Þjónusta við hundaeigendur er því stórbætt og minna verður um lausagöngu á stígunum. Svæðið er miðsvæðis í Fossvogi. Malarplanið sem fyrir er nýtist og framkvæmdin verður einföld. Gerði sem sett hafa verið upp við BSÍ, í Laugardal og Breiðholti eru vel nýtt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information