Setja handstýrð gönguljós á Álfheima við Glæsibæ

Setja handstýrð gönguljós á Álfheima við Glæsibæ

Það er mikill umferðarþungi á Álfheimum. Mörg börn þurfa að komast yfir til að sækja badmintontíma í TBR við Gnoðarvog. Það verður að tryggja að börnin komist örugglega leiðar sinnar án þess að þurfa að fara yfir á gatnamótum Álfheima og Gnoðarvogs þar sem bílar koma að úr öllum áttum. Það getur verið flókið fyrir börn að vara sig á slíkum gatnamótum.

Points

Það þarf að gera börnum kleift að komast leiða sinna innan hverfa þannig að þau öðlist meira sjálfstæði og þurfi ekki að reiða sig svo mikið á skutlerí. Minna skutlerí bætir einnig hverfi - minni umferð, minni umferðarhávaði, minni mengun, heilbrigðari börn o.sv.frv. Gönguljós á þessum gatnamótum myndi auðvelda börnum að komast fótgangandi eða hjólandi í TBR.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information