Sjávar leikvöllur

Sjávar leikvöllur

Við Sörlaskjól í Reykjavík er dásamlegur auður blettur rétt við sjóinn. Mig langar svo að gera fallegan leikvöll þarna með leikföngum úr tré, það er fyrirmynd af svona leikvelli í Mosfellsbæ þar sem skátarnir gáfu þeim þessi leikföng. Þarna væri gaman að hafa aparólu og allskonar klifurtæki, hlauparar bæjarnis gætu líka notað tækin til æfinga. Fjaran er þarna rétt við og aðeins lengra er fótboltavöllur. Þetta gæti orðið algjör fjölskyldu paradís við sjóinn. :-)

Points

Þetta er algjörlega ónýttur blettur. Það sem værir svo fallegt væri að allir gætu notið sín, börn við leik og fullorðnir að njóta sjávarútsýnisins. Ég hef mikla trú á því að við gætum gert þetta að stað þar sem fólk myndi gera sér ferð til að koma og njóta, ekki bara þeir sem búa í nágreninu. Eitt af forréttindunum við að búa á Íslandi er að þar sést bæði til sjávar og fjalla. Á þessum stað væri allt á einum bletti, og svona leikvöllur gæti verið fyrir allan aldur. Með von um jákvæð viðbrögð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information