Tilvalinn staður fyrir almenningsgarð í Grafarvogi væri á auðu svæði sem er vestan við Spöngina. Utan um svæðið mætti vera trjagróður og hekk sem mynduðu skjól en þar fyrir innan væru gróðurreitir með blómum, setubekki og tjörn. Ennfremur afmörkuð leiksvæði fyrir börn sem og fullorðna. Einning mætti hugsa sér að þarna væri lítið leiksvið eða pallur sem nýttust á tyllidögum eða bara góðviðrisdögum.
Mér finnst vanta alveg huggulegt svæði utandyra þar sem Grafarvogsbúar geti komið saman í hlýlegu umhverfi hvort sem það eru barnafjölskyldur, eldri borgarar eða aðrir íbúa. Spöngin er nú orðið miðja Grafarvogshverfanna og með það vantar sárlega að glæða þessu svæði lífi og hvað er betra en að hafa fallegt útivistarsvæði sem allir íbúar í þessu næst stærsta hverfi borgarinnar geta notið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation