Á milli Reykás 39-43 og Viðarás 19-27 er göngustígur og þar er óheft fjallasýn til suðurs þar sem fjallgarðurinn suður af Reykjavík sést allur. Gaman væri að fá upplýsingaborð er tilgreinir það sem sést. Yrði það náttúrulega að vera aðgengilegt og voldugt. Bæði fyrir tímans tönn og skemmdarverkum.
Tel að fólk hefði bæði gaman og gagn af þessu. Gott að geta þekkt umhverfi sitt með nöfnum á kennileitum. Eitthvað þessu líkt er þegar einhversstaðar í borginni og tel þennan stað alveg upplagðan til þessa.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation