Ný strætóstoppistöð á Kringlumýrarbraut, milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Sem dæmi má nefna að leið 4 stoppar við Tún (skammt frá Borgartúni) og síðan næst uppi við Kringlu (við Hamrahlíð). Á milli þessarra stöðva eru 1,6 km. Því fælist mikil samgöngubót í því að bæta við stöð miðja vegu þar á milli.
Íbúar í hverfunum í kring (t.d. Álftamýri og Bólstaðarhlíð) ættu mun hægara með að nota þá vagna sem keyra Kringlumýrarbraut. Hvað mig snertir persónulega þá myndi stoppistöðin nýtast dóttur minni sem sækir skóla í Háteigsskóla en býr í Laugarnesinu. Þá, í stað þess að taka tvo vagna til að komast í skólann, gæti hún nýtt sér vagnana á Kringlumýrabraut til að stytta gönguleiðina.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation