Laga göngustíga báðum megin við Grensásveg

Laga göngustíga báðum megin við Grensásveg

Hugmyndin snýst um að laga göngustíga báðum megin við Grensásveg milli Álmgerðis/Hæðargarðs og Skálagerðis/Breiðagerðis sem hafa verið gleymdir en eru samt mikið notaðir því þeir tengja saman tvö hverfi. Það þarf að steypa þessa göngustíga upp á nýtt og gera þá að borgaralegum göngustígum. Annar göngustígurinn er við Álmgerði, Grensásveg 56-60, Skálagerði og Ísbúð Vesturbæjar en hinn göngustígurinn er við Hæðargarð, Bakkagerði og Breiðagerði. Grensásvegur er með 50 km/klst. hámarkshraða.

Points

Þessir göngustígar eru að grotna niður og eru líklegast eins vondir og maður getur hugsað. Þeir hafa verið svona síðan ég man eftir mér og voru m.a.s. í hræðilegu ástandi þá og núna eru liðin 10 ár, ekkert gert og þetta er farið að skemma dekk á hjólum. Þetta er ekki stór framkvæmd en mikilvæg hvað varðar öryggi því við hliðina á liggur 2+2 Grensásvegurinn með alla sína bíla á 50+ km/klst. hraða svo þetta er andstæðan við það að vera barnvænt. Það er kosið árið 2015 svo það er löngu kominn tími.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information