Það eru margir sem búa í þessu hverfi sem eiga hund, enn fleiri kjosa að viðra hundana sína í þessu hverfi. Sumir og þar á meðal ég hafa sinn hund ætíð í taumi og hafa poka fyrir úrgang og borga hundaskatt sakna þess að geta ekki sleppt hundinum inn á öruggu svæði.
Fólk ætti að geta gengið um stígana án þess að eiga von á að fá flaðrandi hund á sig eða í hundinn sem er í taumi. Í þessu hverfi eru líka hestamenn og mörg börn upplifa sinn fyrsta reiðtúr á stigunum sem eru nánast samhliða göngustígunum. Einnig eru hjólastigar sanhliða göngustígunum og það hafa orðið óhöpp sem rekja má til lausra hunda eða hunda i laungum taum. Svo hundagerði til dæmis í nálægð við göngubrúnna sem er í byggingu þar sem braggarnir voru væri snild.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation