Umhverfi í Spönginni í Grafarvogi og nálægt verði hannað og skipulagt sem miðja og torg og ómönnuð bensínstöð fari. Eins og er þá er þetta svæði eins og bílastæðaeyðimörk með tilheyrandi bílastrúktúr (hringtorgum, vegum). Með tiltölulega litlum breytingum gæti það sem núna er bílastæði orðið torg með miðju og laðað til sín fleira fólk (og þar með aukið líka verslun). Þarna er margs konar starfsemi s.s. heilsugæsla, félagsmiðstöð, verslanir en umhverfið er hrjóstrugt.
Spöngin er miðja Grafarvogs. Þar eru verslanir og ýmis konar þjónusta og væntanlegt útibú bókasafns og nýrisin félagsmiðstöð. Útiumhverfið er hrjóstrugt og þjónar bara bílum. Með að minnka bílastæðin, flytja burt ómannaða bensínsstöð og búa til miðju á torgi og setja gróðurreinar til að bílastæðaeyðimörkin sé ekki eins yfirþyrmandi er hægt að búa til fallegt umhverfi sem laðar að hverfisbúa og fleiri. Þetta þarf að gerast í sátt við þá sem reka verslanir og þjónustu.
Oftast eru nokkuð mörg bílastæði laus svo það ætti að vera mögulegt að gera gróðurreiti inn á milli eða endurskipuleggja svæðið í heild. Líka með tilliti til svæðisins þar sem nú er bensínsstöð ef hún færi t d og svo er stór auður reitur vestan við Bónus. Þar er líka möguleiki á einhvers konar vin/torgi með góðu gróðurskjóli frá umferðinni og jafnvel kaffihúsi. Torg má jafnvel nýta sem markaðstorg með básum og beinni sölu t d fyrir jól og á sumrin. Endurhanna svæðið í heild.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation