Það eru vandræði að koma sér uppí Perlu hvort sem maður er íbúi eða túristi sem er á leið gangandi með vagn eða hjólandi frá Lönguhlíð eða úr miðbænum. Það er enginn göngustígur frá Val, framhjá bensínstöðinni og að Suðurhlíðunum, sunnanmegin á Bústaðarveg. Enginn almennilegur stígur uppí Perlu þegar maður er kominn yfir Bústaðarveginn á gatnamótum Lönguhlíðar. Perlan er mikið heimsótt af túristum en aðgengið er til skammar fyrir þá sem eru ekki bílandi.
Við viljum taka fallegra á móti gangandi vegfarendum heldur en nú er gert. Grannir drulluslóðar ofaní götu er ekki bjóðandi fjölskyldufólki með vagna og teymandi hjól á leið uppí Perlu og yfir í helsta útivistarsvæði Borgarinnar!
Það er mjög algengt að sjá gangandi fólk í vandræðum á þessum slóðum á öllum tímum dags. Það er gríðarlega mikil umferð þarna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation