Áður fyrr var borgarstjórinn í Reykjavík með opna vikulega viðtalstíma þar sem allir Reykvikingar gátu komið með sín erindi milliliðalaust beint til borgarstjóra. Það er kominn tími á að endurvekja þá viðtalstíma og hafa einnig viðtalstíma hjá oddvitum allra framboða sem hafa fulltrúa í borgarstjórn.
Leið borgarbúa að pólitískum fulltrúum í borginni hefur þrengst undanfarin ár. Samskipti borgarbúa fara í gegnum embættismenn sem eru að framfylgja stefnumörkun sem borgarstjórn setur án þess að hafa teljandi áhrif á hana. Þessir viðtalstímar eru kjörin leið til að opna á beina samskiptaleið bæði fyrir borgarbúa inn í borgarstjórn og einnig fyriri borgarstjórnina að hlusta á þá sem í borginni búa.
Velti því fyrir mér hvort þetta sé gagnleg nýting á tíma fólks. Oft eru mál borgarbúa eitthvað sem borgarstjórnarfólk hefur lítið um að segja. Spurning hvort umboðsmaður borgara eða íbúaráðin dekki þetta ekki?
Það stendur í stjórnsýslulögum 37/1993 skýrt um réttindi borgara til að eiga samskipti við stjórnsýsluna og aðgang að upplýsingum. Það er líka skylda stjórnvalda að upplýsa borgara um hvenær og hvernig hægt er að hafa samband við embættismenn/borgarstjóra...svo tími til komin að vinna samkvæmt lögum kæra valdafólk.....fólk sem kemst í þessar mikilvægu stöður að vera fyrirmyndir og verndarar íbúa þurfa að líta á gefið vald með auðmýkt og virðingu, ekki valdníðslu og snobbi
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation