Holti breytt í fallegt útivistarsvæði við Sjómannaskólann

Holti breytt í fallegt útivistarsvæði við Sjómannaskólann

Lagt er til að lagðir verði stígar, sett upp skjólbelti og annar gróður, komið fyrir bekkjum og útbúið lítið torg á svæðinu sem afmarkast af Háteigsvegi, Sjómannaskólanum og Vatnsholti. Í dag er svæðið lítið hirtir móar en gæti vel verið svæði þar sem íbúar, nemendur skóla í nágreninu og söfnuðir á svæðinu gætu átt samverustundir og notið útiveru. Á svæðinu eru nú gamlar byggingar, malarvegur og listaverk sem allt mætti fella inn í nýtt skipulag á svæðinu, auk hins glæsilega Sjómannaskóla.

Points

Óhirtir móar og melar í miðri borg eru ekki til þess fallnir að auka lífsgæði þeirra sem búa, starfa, nema eða sækja viðburði í nágreni þeirra. Breytum því þessu svæði til hins betra og fegrum umhverfi einnar af glæsilegustu byggingum borgarinnar - gamla Sjómannaskólanum.

Fegrum umhverfi Sjómannaskólans

Mjög góðar hugmyndir, en ekki gleyma að grjótið á holtinu eru minjar um saltfiskvinnslu fyrri tíma. Passa að henda ekki þeim minjum. Mig langar að gera Rauðarárholtið að nýjum miðbæjarkjarna án bílaumferðar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information