Á milli Eskihlíðar 14 og 16 liggur þröngur göngustígur á milli Eskihlíðar og Skógarhlíðar. Lagt er til að breikka göngustíginn þannig að mögulegt sé t.d. fyrir tvo vagna að mætast á stígunum. Í dag er það ill mögulegt.
Stígurinn er mikið notaður af fólki á öllum aldri sem er á leið til og frá íþróttasvæði Vals og útivistarsvæðisins í Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Stígurinn er það þröngur að barnavagnar geta til dæmis ekki mæst á honum og erfitt er að mætast hjólandi á honum. Það myndi auðvelda gangandi og hjólandi vegfarendum að komast ferða sinna að breikka stíginn.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation