Merkja gangbrautir með göngubrautarmerki sem og línum á veg er gefa ökumönnum til kynna að gangbraut er.
Algjörlega sammála þessari hugmynd sem á að vera sjálfsögð og á ekki að þurfa að kjósa um þetta er spurning um börnin okkar sem eru yfirleitt gangandi vegfarendur og það eru engar merkingar skilti né sebrahesta máling á götunni sjálfri sem kostar ekki mikið. Einnig vantar tengingar í göngustíg t.d frá Hverafoldinni til skólanns þvert yfir áður en gengið er að verslunarmiðstöðinni við Hverafoldina, í átt að skólanum. Þetta er svona eins og það hafi ekki verið klárað í upphafi.
Því miður þá eru afar fáar merktar gangbrautir í Grafarvogi - merktar með göngubrautarmerki við gangbrautina sem og strikum yfir veginn sem ökumenn geta áttað sig á. Þetta er mikið öryggismál fyrir alla gangandi vegfarendur í hverfinu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation