Leiksvæði fyrir alla fjölskylduna, meira að segja fullorðna á sundlaugartúni (þar sem nokkur leiktæki eru nú þegar). T.d. langar og brattar rennibrautir, stór og flókin klifurtæki, stórar rólur, risa hringekjur, æfingartæki, þrautabrautir og niðurgrafið trampólín.
Í Vesturbænum eru græn svæði ekki mörg og þetta svæði er kjörið til útivistar fyrir alla fjölskylduna. Leikvöllurinn sem er þar núna er góður, t.d. stór róla sem hægt er að liggja í, en hægt væri að gera svæðið enn meira lokkandi fyrir börn og foreldra. Til þess að börn (og fullorðnir) geti nýtt leiksvæðið þarf þó að tryggja að hundar gangi ekki lausir á svæðinu t.d. með hundagerði.
Það væri skemtilegra ef foreldrar og börn gætu leikið sér saman á róluvöllum í stað þess að börnin séu bara að leika sér og foreldrar sitja bara á bekk.
Ég væri til í að sjá þennan leikvöll færðan hinumegin við sundlaugina þar sem bílastæðið á móts við kaffihúsið er. Gera stórt fjölskylduleiksvæði úr þessu og fólk getur hoppað yfir götuna og sippað í sig einu köldum eða fengið sér kaffi á meðan börnin slást um leiktækin. Henda bílastæðinu þarna á bakvið í staðinn.
Ég hélt að þetta væri bara vesturbærinn! En við erum að meina Vesturbæjarsundlaug :)
Þetta væri magnað!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation