Einfalda gatnakerfið við Eggertsgötu og hægja á umferð framhjá leikskólunum. Afmarka betur bílastæði og finna tilgang fyrir hringtorgið sem stendur á miðju plani, jafnvel fjarlægja það. Setja gangbrautir yfir götur og stoppara við gangstéttir svo framhluti bíla hindri ekki umferð fyrir barnakerrur og barnavagna.
Það virðist ekki vera neitt skipulag á Eggertsgötu. Keyra þarf hlykkjótan veg með litlu hringtorgi, sem stendur á annað hvort miðju bílaplani eða gatnamótum. Bílum er oft lagt alveg uppvið hringtorgið. Tveir leikskólar eru við þessa götu - Mánagarður og Sólgarður. Það er því mikil umferð daglega um Eggertsgötuna. Bílum er lagt í stæði svo oft er þröngt fyrir gangandi með vagna á gangstétt. Börnin í leikskólunum eru að læra umferðareglurnar, en engar gangbrautir eru yfir götur nálægt leikskóla.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation