Betrumbæta leiksvæði við Bárugranda

Betrumbæta leiksvæði við Bárugranda

Hugmyndin er að koma fyrir stórgerðu grjóti til að leika sér, bekkjum með borðum fyrir fólk og börn til að sitja við og til að borða nesti, bæta trjám í kringum leiksvæðið og koma fyrir fleiri leiktækjum. T.d. jafnvægislá, vegasalt og svona hringur sem snýst fyrir börnin til að halda jafnvægi á. Það eru mörg leiktæki sem koma til greina. Þau þurfa heldur ekki öll að vera tilbúin, grjót, smíðað pallar, gróður og margt fleira getur höfðað til barna með frjótt ímyndunarafl.

Points

Svæðið er feykilega mikið notað flesta daga ársins. Það er notað af börnum í öllu hverfinu, sum koma meira að segja hjólandi með foreldrum sínum til að heimsækja leiksvæðið. Það er einnig mikið notað af dagmömmum sem eru þar alla daga sem vel viðrar ásamt leikskólum og yngri deildum grunnskólana. Í dag er svæðið frekar tómlegt og berangurslegt og því liggur vel við að betrum bæta svæðið og bæta aðstöðu fyrir fullorðna með bekkjum og börn með fleiri leiktækjum.

Efling á leiksvæði sem nýtist börnum vel.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information