Gróður við stíginn er subbulegur og illa hirtur og líklega væri betra að setja aðrar tegundir og snyrta stíginn almennt betur.
Göngustígurinn er mikið notaður en er nú frekar subbulegur með aumingjalegum rósarunnum á bakvið Miðbæ og tómum beðum þegar neðar dregur.
Það mætti einnig mála yfir krot á bekkum, ruslatunnum og ljósastaurum við stíginn.
Hér mætti einnig bæta við ruslatunnum meðfram stígnum (Ástarstígnum).
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation