Nýja göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár við Breiðholtsbraut

Nýja göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár við Breiðholtsbraut

Byggja mætti nýja göngu- og hjólabrú yfir Elliðaárnar efst í Víðidalnum sem mætir þörfum umferðar gangandi vegfarenda og hjólreiðafólks sem er um stígana allt árið um kring. Sú gamla er barn síns tíma.

Points

Þessi brú er ekki boðleg fyrir fólk og sérstaklega börn sem eru á hjólum eða fólk með barnavagna að þurfa að basla við að komast upp þessa blessuðu brú. Þarna er gaman að ferðast og ætti að vera opin öllum. Þessi brú bíður ekki upp á að allir geti ferðast þarna með auðveldum hætti.

Gengið er upp tröppur báðum megin til að komast yfir gömlu brúnna sem gerir hana óhentuga fyrir marga sem nota hana, t.d. hjólreiðafólk og fólk með kerrur og vagna. Þá tefur hún líklega fyrir mokstri á göngustígum á veturna þar sem ruðningstæki komast ekki yfir brúnna og þurf að keyra langan hring. nútímaleg brú á þessum stað myndi liðka fyrir umferð sem er mikil á þessum stað allt árið um kring.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information